Fréttayfirlit: 2024 (Síða 2)

Fyrirsagnalisti

14.6.2024 : Samruni Festi og Lyfju samþykktur með skilyrðum

Festi hf. tilkynnti um kaup sín á Lyfju hf. til Samkeppniseftirlitsins. Meðferð samrunamálsins er nú lokið með því að félögin gerðu sátt við Samkeppniseftirlitið. 

13.6.2024 : Kaup Arctic Adventures á Special Tours – óskað eftir sjónarmiðum

Arctic Adventures hf. hefur tilkynnt um kaup félagsins á Special Tours / ST Holding ehf. Fyrirtækin starfa bæði í ferðaþjónustu. Óskað er eftir sjónarmiðum.

4.6.2024 : Skilyrði sem hvíla á Rapyd Europe vegna tiltekinna eldri mála hafa verið endurskoðuð

Rapyd Europe óskaði eftir endurskoðun Samkeppniseftirlitsins á skilyrðum tveggja eldri sátta. Þeirri endurskoðun er nú lokið, með því að fyrirtækið hefur gert nýja heildarsátt við Samkeppniseftirlitið á grunni hinna tveggja eldri sátta.

3.6.2024 : Afturköllun á tilkynningu vegna samruna Síldarvinnslunnar, Samherja og Ice Fresh Seafood

Fyrr í dag afturkallaði Síldarvinnslan samrunatilkynningu sem varðaði kaup fyrirtækisins á helmingshlut í Ice Fresh Seafood af Samherja. Fullnægjandi samrunatilkynning barst hinn 9. febrúar 2024 og hófst þá rannsókn á samkeppnislegum áhrifum samrunans.

3.6.2024 : Samkeppniseftirlitið ógildir samruna á markaði fyrir sölu áburðar

Samkeppniseftirlitið hefur birt ákvörðun um að ógilda kaup Skeljungs ehf. á Búvís ehf. Skeljungur er í eigu SKEL fjárfestingafélags ehf., starfar á fjölbreyttum sviðum íslensks atvinnulífs og sér bændum m.a. fyrir aðföngum, þ.á m. áburði. Búvís sérhæfir sig í sölu aðfanga og tækja til bænda, þ.m.t. sölu áburðar. 

30.5.2024 : Hvatar samkeppni í myndgreiningum - Greiðsluþátttaka Sjúkratrygginga Íslands og kvörtun Intuens Segulómunar ehf.

Með áliti Samkeppniseftirlitsins nr. 2/2024 sem birt er í dag beinir eftirlitið þeim tilmælum til heilbrigðisráðherra og Sjúkratrygginga Íslands að gripið verði til aðgerða til að stuðla að bættri samkeppni í myndgreiningum utan sjúkrahúsa. Álit þetta er birt vegna kvörtunar Intuens Segulómunar ehf. til Samkeppniseftirlitsins um að fyrirtækinu hafi verið synjað um samning um greiðsluþátttöku hjá SÍ sem hindrar innkomu þess á markað fyrir myndgreiningar. 

28.5.2024 : Rangfærslur Viðskiptablaðsins um samruna Landsprents og þb. Torgs

Í frétt á vef Viðskiptablaðsins í dag er fjallað um samruna Landsprents ehf. og þb. Torgs vegna kaupa fyrrnefnda félagsins á prentvél og öðrum eignum. Í fréttinni er að finna rangfærslur um málsmeðferð Samkeppniseftirlitsins og um samkeppnislög sem nauðsynlegt er að leiðrétta.

 

22.5.2024 : Hæstiréttur veitir leyfi til að áfrýja dómi Landsréttar um sölu Símans á Enska boltanum

Hæstiréttur hefur í dag fallist á beiðni Samkeppniseftirlitsins um leyfi til að áfrýja dómi Landsréttar frá 16. febrúar sl. 

10.5.2024 : Um og yfir 8 af hverjum 10 Íslendingum hafa upplifað vandamál sökum skorts á samkeppni

Um mitt ár 2023 framkvæmdi Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands könnun að beiðni Samkeppniseftirlitsins um viðhorf almennings til ýmissa þátta tengdum samkeppnismálum. Könnunin er sambærileg könnun sem Samkeppniseftirlitið lét framkvæma árið 2019 og könnunum sem framkvæmdastjórn ESB lét framkvæma í öllum aðildarríkjum árin 2022 og 2019

3.5.2024 : Landsréttur staðfestir ógildingu samruna á markaði fyrir myndgreiningarþjónustu

Með dómi Landsréttar í dag var staðfest ógilding Samkeppniseftirlitsins á samruna Íslenskrar myndgreiningar ehf. og Læknisfræðilegrar myndgreiningar ehf. Með dóminum er þannig staðfestur dómur héraðsdóms Reykjavíkur frá árinu 2022. 

23.4.2024 : Samruni Regins og Eikar – sáttaviðræður, ósk um sjónarmið

Samkeppniseftirlitið hefur undanfarið haft til rannsóknar yfirtöku Regins hf. á Eik fasteignafélagi hf. Öllum hagaðilum er hér með gefinn kostur á að koma á framfæri sjónarmiðum um sáttatillögur Regins hf. Samkeppniseftirlitið vísar sérstaklega til umfjöllunar í samantektinni um tillögur félagsins að aðgerðum til að eyða neikvæðum áhrifum samrunans á samkeppni.

8.4.2024 : Samkeppniseftirlitið lýkur athugun á háttsemi Ísteka á blóðtökumarkaði

Samkeppniseftirlitið hefur í dag birt álit nr. 1/2024, Athugun Samkeppniseftirlitsins á háttsemi Ísteka ehf. á blóðtökumarkaði, þar sem athygli matvælaráðuneytisins er vakin á álitaefnum í starfsemi sem tengist blóðtöku úr hryssum og tilmælum beint til ráðuneytisins sem nýst geta stjórnvöldum á þessu sviði. 

27.3.2024 : Framlengdur umsagnarfrestur - kaup Síldarvinnslunnar á helmingshlut í Ice Fresh Seafood af Samherja

Með frétt þann 28. febrúar sl. veitti Samkeppniseftirlitið hverjum þeim sem hagsmuni eða áhuga hefði færi á því að koma á framfæri umsögnum, athugasemdum og/eða sjónarmiðum vegna kaupa Síldarvinnslunnar á helmingshlut í Ice Fresh Seafood af Samherja.

28.2.2024 : Umsagnarferli – þrír nýir samrunar

Samkeppniseftirlitinu hefur nýverið borist tilkynningar um þrjá nýja samruna sem eru nú til rannsóknar hjá eftirlitinu. 

28.2.2024 : Umsagnarferli - kaup Síldarvinnslunnar á helmingshlut í Ice Fresh Seafood af Samherja

Samkeppniseftirlitið veitir hér með hverjum þeim sem hagsmuni eða áhuga hefur færi á því að koma á framfæri umsögnum, athugasemdum og/eða sjónarmiðum um viðskiptin, svo sem um eignar- og stjórnunarleg tengsl þessara fyrirtækja, hvort líta megi á þau sem eina efnahagslega einingu í skilningi samkeppnislag, áhrif samrunans, stöðu markaða og virkni samkeppni á viðkomandi mörkuðum. 

16.2.2024 : Landsréttur staðfestir niðurstöðu héraðsdóms í máli er varðar háttsemi Símans

Með dómi Landsréttar uppkveðnum í dag var staðfest sú niðurstaða héraðsdóms að fella úr gildi úrskurð áfrýjunarnefndar samkeppnismála þar sem Síminn var sektaður fyrir að brjóta gegn sátt sem fyrirtækið hafði gert við Samkeppniseftirlitið. 

15.2.2024 : Samkeppniseftirlitið hefur rannsókn á samningsákvæðum Landsvirkjunar

Samkeppnieftirlitið hefur hafið formlega rannsókn gagnvart Landsvirkjun, þar sem til skoðunar er hvort tiltekin ákvæði í samningum félagsins við stórnotendur standist ákvæði samkeppnislaga og samkeppnisreglur EES-samningsins. Um er að ræða ákvæði í samningum Landsvirkjunar við stórnotendur sem kveða á um að þeim sé ekki heimilt að selja frá sér ónýtta raforku aftur inn á kerfið. 

1.2.2024 : Skilyrði vegna samruna Ferðaskrifstofu Íslands og Heimsferða endurskoðuð

Með ákvörðun nr. 1/2024 eru endurskoðuð skilyrði sem sett voru við samruna Ferðaskrifstofu Íslands ehf. og Heimsferða ehf., sbr. ákvörðun nr. 10/2022, Kaup Ferðaskrifstofu Íslands ehf. á rekstri Heimsferða ehf.

30.1.2024 : Heildsala og dreifing Símans hf. á ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu

Samkeppniseftirlitið hefur í dag tekið ákvörðun nr. 2/2024 um heildsölu og dreifingu Símans hf. á ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu

30.1.2024 : Samkeppni stuðlar að bættum kjörum launafólks

Ný skýrsla norrænu samkeppniseftirlitanna skýrir hvernig samráð á meðal fyrirtækja um að keppa ekki um starfsfólk rýrir kjör þess sem og neytenda

Síða 2 af 3