Samrunamál

Samruni í skilningi samkeppnislaga telst hafa átt sér stað þegar breyting verður á yfirráðum fyrirtækis til frambúðar, svo sem vegna sameiningar tveggja fyrirtækja eða yfirtöku eins fyrirtækis á öðru

  • Stada-samrunamala-1500-350-px-

Upplýsingasíða um samrunamál

Uppfært: 11. nóvember 2024

Á þessari síðu er hægt að kynna sér stöðu samrunamála sem eru til rannsóknar hjá Samkeppniseftirlitinu. Neðar á síðunni má svo sjá lista yfir mál sem búið er að rannsaka á árinu.

Samkeppniseftirlitið kappkostar að afgreiða mál á eins skömmum tíma og frekast er unnt en eðli málsins samkvæmt geta rannsóknir á fyrirhuguðum samrunum verið flóknar og yfirgripsmiklar. Á meðan rannsókn stendur yfir mega samrunar ekki koma til framkvæmda.

Samkeppniseftirlitið tekur samruna ekki til rannsóknar fyrr en fullnægjandi samrunatilkynningu hefur verið skilað til eftirlitsins. Það þýðir með öðrum orðum að viðkomandi samrunatilkynning sé í samræmi við reglur Samkeppniseftirlitsins um tilkynningar og málsmeðferð samrunamála og inniheldur þar af leiðandi nauðsynlegar upplýsingar um atriði sem geta skipt máli við athugun á samkeppnislegum áhrifum samrunans.

Þegar fullnægjandi samrunatilkynning hefur borist Samkeppniseftirlitinu byrja lögbundnir tímafrestir að líða og þá birtist samruninn á yfirlitinu hér að neðan.

Samkeppniseftirlitið og fyrirtæki geta einnig átt í forviðræðum um samruna til þess að undirbúa tilkynningu og væntanlega málsmeðferð. Slíkar viðræður eru háðar trúnaði og fara fram áður en tilkynningu er skilað og áður en frestir byrja að líða. 

Tímafrestir í samrunamálum

Samkeppniseftirlitið hefur 25 virka daga til athugunar á samkeppnislegum áhrifum samruna eftir að tilkynnt hefur verið um hann með fullnægjandi hætti. Á þessu stigi telst rannsóknin vera á „fasa l.“

Telji Samkeppniseftirlitið ástæðu til frekari rannsóknar á samkeppnislegum áhrifum samruna skal stofnunin tilkynna samrunaaðilum um það. Nefnist sá hluti rannsóknar „fasi ll.“

Skal ákvörðun Samkeppniseftirlitsins um ógildingu eða setningu skilyrða samruna liggja þá fyrir, eigi síðar en 90 virkum dögum eftir að viðkomandi fyrirtækjum var send tilkynning um frekari rannsókn á samrunanum (þ.e. fasa II tilkynning).

Leggi samrunaaðilar, sem óska eftir sáttaviðræðum við Samkeppniseftirlitið, fram möguleg skilyrði vegna samrunans á 55. virka degi annars fasa rannsóknar eða síðar, framlengist frestur til rannsóknar samrunans sjálfkrafa um 15 virka daga.

Óski samrunaaðilar þess er Samkeppniseftirlitinu heimilt að framlengja framangreinda fresti til rannsóknar samruna um allt að 20 virka daga.

Allir tilkynntir samrunar eru rannsakaðir af Samkeppniseftirlitinu með tilliti til þess hvort markaðsráðandi staða verði til eða að slík staða styrkist, eða leiði til þess að samkeppni á markaði raskist að öðru leyti með umtalsverðum hætti. Ef slíkt á ekki við eru samrunar samþykktir án íhlutunar eftirlitsins.

Hér má lesa meira um samruna almennt og hér má nálgast frekari upplýsingar um samrunatilkynningar. 

Áréttað er að samrunamál kunna að standa yfir á forviðræðustigi, en slíkar forviðræður eru háðar trúnaði og þau mál birtast þá ekki á neðangreindum lista. 

Samrunamál til meðferðar:

 Samruni

Móttökudagsetning fullnægjandi samrunatilkynningar

Fasi l eða ll   Lok frests á viðkomandi fasa
Kaup Símans hf. á öllu hlutafé í Noona Iceland ehf. 4. júlí 2024 II 12. desember 2024 
 Samruni Fagkaupa ehf. og Jóhanns Ólafssonar & Co. ehf. 13. ágúst 2024II 22. janúar 2025 
Kaup Landsbankans hf. á TM tryggingum hf.  19. september 2024II 3. mars 2025 
Samruni Styrkáss hf., Kletts sölu og þjónustu ehf., og Krafts ehf. 8. október 2024 II   19. mars 2025
Samruni Kaldalóns ehf. og
K190 ehf. 
29. október 2024   3. desember 2024


Samrunamálum lokið 2024:

 ÁkvörðunSamruni 
25/2024  Samruni Kristins ehf. og Evu consortium ehf.
24/2024 Samruni SÍA IV slhf., Stefnis hf. og Örnu ehf.
23/2024

         Kaup Arctic Adventures hf. á ST Holding ehf. og Special Tours ehf.

22/2024Samruni Skírnis ehf. og Prime Hotels ehf.
20/2024 Kaup Skaga hf. (VÍS) á Íslenskum verðbréfum hf. 
19/2024  Samruni TK bíla ehf. og Bílaverkstæðis Austurlands ehf. 
 18/2024

Samruni Ísafold Capital Partners hf., IC 1 ehf. og Steinsteypunnar ehf.

Ákv. í vinnslu. Samruni Festi hf. og Lyfju hf. (li lokið m. sátt.)
16/2024 Samruni Vara ehf., Stekks ehf. og Securitas hf. 
15/2024 Samruni Símans hf., BBI ehf., Billboard ehf. og Dengsa ehf. 
14/2024 Samruni Terra Eininga ehf. og Öryggisgirðinga ehf. 
13/2024 Kaup Skeljungs ehf. á Búvís ehf. 
Kaup Síldarvinnslunnar hf. á helmingshlut í Ice Fresh Seafood ehf.
af Samherja hf. (tilkynning afturkölluð)*
11/2024 Samruni AU 23 ehf. og Magmahótel ehf. 
Ákv. í vinnslu.  Samruni Hornsteins ehf. og Malar og sands ehf.
Yfirtaka Regins hf. á Eik fasteignafélagi hf. (tilkynning afturkölluð)*
10/2024 Kaup Landsprents ehf. á prentvél o.fl. úr þrotabúi Torgs ehf. 
9/2024 Kaup Ardian á Verne Global hf. 
8/2024 Samruni M10 ehf., Samhentra Kassagerðar hf. og Sampack ehf. 
7/2024 Kaup Samhentra Kassagerð hf. á Formar ehf. 
6/2024 Samruni SRE III slhf., Stefnis hf. og Heimstaden slhf. 
5/2024 Kaup Eggs ehf. á öllu hlutafé í Bílaleigu Flugleiða ehf. 
4/2024 Samruni Styrkás hf., Stólpa gáma ehf., Stólpa ehf. o.fl. 
3/2024Kaup Thermo Fisher Scientific á Olink Holding AB 

* Samkeppniseftirlitið mun síðar gera nánari grein fyrir úrlausn málsins á heimasíðu sinni.

Samrunamálum lokið 2023:

ÁkvörðunSamruni
48/2023 Samruni Vélsmiðju Orms ehf. og Stálsmiðjunnar-Framtaks ehf.
47/2023 Kaup Viking Car Rental ehf.á hluta reksturs Amazingtours ehf.
46/2023

Kaup IS Haf fjárfestinga slhf., á að lágmarki 40% hlut í KAPP ehf. 

45/2023 Kaup Deloitte ehf. á eignum og rekstri Ernst & Young ehf.
44/2023 Samruni Opinna Kerfa ehf. og TRS ehf.
43/2023 Yfirtaka Norvik hf. á Bergs Timber AB
42/2023 Kaup Sýnar hf. á Já hf.
41/2023

Samruni Alfa framtaks ehf., Umbreytingar II slhf., AU 23 ehf. og Hríseyjar ehf. 

40/2023  Kaup Búseta húsnæðissamvinnufélags á íbúðum í eigu Heimstaden ehf. 
39/2023 Kaup Innness ehf. á öllu hlutafé í Djúpalóni ehf.
38/2023 Samruni Alfa framtaks ehf., Umbreytingar II slhf., AU 24 ehf. og Reykjafells ehf.
37/2023 Kaup Ljósleiðarans ehf. á stofnneti Sýnar hf.
36/2023 Samruni Landsbréfa hf., Horns IV slhf., Skeljar fjárfestingafélags ehf. og Styrkáss ehf.
35/2023 Kaup Wise lausna ehf. á Þekkingu - Tristan hf.
34/2023 Samruni Vekru ehf./Bílaumboðsins Öskju ehf. og Dekkjahallarinnar ehf.
32/2023 Samruni M Invest ehf. og Metatron ehf.
31/2023 Kaup L1234 ehf., VEX I slhf. o.fl. á Öryggismiðstöð Íslands hf.
27/2023 Kaup Vátryggingafélags Íslands hf. á öllu hlutafé í Fossum fjárfestingarbanka hf.
26/2023 Samruni Landsbréfa hf. og TFll slhf. 
25/2023 Samruni Horns IV slhf. og REA ehf.
23/2023 Samruni Travel Connect hf. og Iceland Unlimited ehf.
22/2023 Kaup Eðalfangs ehf. á meirihluta hlutafjár í 101 Seafood ehf.
21/2023 Samruni Umbreytingar II slhf., AU 23 ehf. og Hótel Hamars ehf.
20/2023

Samruni Umbreytingar II slhf., AU 23 ehf. og Hótel Hafnar ehf.

19/2023 Samruni Orkunnar IS ehf., Skel fjárfestingafélags hf. og Wedo ehf. 
18/2023 Kaup Lyfja og heilsu hf. á Apóteki Hafnarfjarðar ehf.
17/2023 Samruni Fálkans Ísmar ehf. og Iðnvéla ehf.
16/2023 Kaup Ardian á öllu hlutafé í Mílu ehf. af Símanum hf.
15/2023 Kaup Artasan ehf. á Mat og pökkun ehf. 
14/2023 Kaup Topicus.com B.V. á Five Degrees Holding B.V.
13/2023 Samruni Vinnslustöðvarinnar, Útgerðarfélagsins Ós og Leo Seafood

12/2023

Sala Gleðipinna II – samruni Gleðipinna hf., Kaupfélags Skagfirðinga svf., Háa kletts ehf., Granat hf., Hinir ehf., Jöklaborg ehf., Eldheima ehf. og ÞR ehf.

11/2023

Sala Gleðipinna I – samruni Gleðipinna hf., Kaupfélags Skagfirðinga svf., og Háa kletts ehf.

10/2023 Samruni Ísfélags Vestmannaeyja hf. og Ramma hf.
9/2023 Kaup Senu og Draupnis fjárfestingafélags á Concept Events
8/2023 Sameiginlegt verkefni Origo og Borealis Data Center um að veita háhraðatölvunarþjónustu (HPC)
7/2023 Kaup Pac1501 ehf. á hluta reksturs Allrahanda GL ehf.
6/2023

Samruni Skel fjárfestingafélags ehf., Skeljungs ehf. og Kletts - sölu og þjónustu3hf. 

5/2023 Samruni Hampiðjunnar hf. og Mørenot
3/2023 Yfirtökutilboð Alfa Framtaks á Origo
2/2023 Samruni Stundarinnar og Kjarnans
1/2023 Samruni Kaupfélags Skagfirðinga svf. og Gunnars ehf.

Samrunamálum lokið 2022:

 Ákvörðun  Samruni
30/2022 Samruni Langasjávar ehf. og K-102 ehf./Freyju
29/2022 Samruni SalMar ASA og NTS ASA
28/2022 Samruni Síldarvinnslunnar og Vísis
27/2022 Kaup Horns IV slhf. á hlut í Eðalfangi ehf.
26/2022 Samruni Top ehf./Bílaumboðsins Öskju ehf. og Lotus Car Rental ehf.
25/2022 Kaup Archer Norge AS og Kaldbaks ehf. á Jarðborunum hf.
24/2022 Samruni Heimilistækja ehf. og Ásbjörns Ólafssonar ehf.
23/2022 Kaup Haga hf. á Eldum rétt ehf.
22/2022 Samruni Fagkaupa ehf. og BG Fossberg ehf.
21/2022 Samruni Nesnúps ehf. og Aflhluta ehf.
20/2022 Samruni Innness ehf. og Örku Heilsuvara ehf.
19/2022 Kaup Egg ehf. á Mítru ehf.
18/2022 Kaup Arnarlax hf. á Eldisstöðinni Ísþór hf.
17/2022 Kaup Fastus ehf. á Expert ehf., Expert kælingu, 1311 Heild og Fossraf ehf.
16/2022 Kaup KLS ehf., Regins hf. og Haga hf. á hlutafé í Klasa ehf.
15/2022 Samruni Fagkaupa ehf. og Hagblikks ehf. 
13/2022 Samruni Rapyd og Valitors
12/2022 Kaup Rotovia hf. á öllu hlutafé í Promens
11/2022 Samruni Fagkaupa ehf. og ÍJ ehf. 
10/2022 Kaup Ferðaskrifstofu Íslands ehf. á Heimsferðum ehf.
9/2022 Kaup Gröfu og grjóts ehf. á Steingarði ehf. 
8/2022  Kaup Rubix Íslandi ehf. á öllum hlutum í Verkfærasölunni ehf. 
6/2022 Samruni Nesfisks ehf. og Flatfisks hf. 
5/2022 Kaup Ríkissjóðs á Auðkenni ehf.
4/2022 Kaup Horns IV á 22% hluta í S4S ehf.
3/2022 Kaup Stekks fjárfestingarfélags ehf. á Límtré Vírnet ehf.
2/2022 Kaup Hreinsitækni ehf. á Snóki þjónustu ehf.
1/2022 Samruni Opinna kerfa ehf. og Premis ehf.